Áhugaverð umræða skapaðist í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum þegar rætt var um óvæntar heimsóknir. Nú til dags tíðkast það síður að fólk fari óboðið í heimsóknir líkt og algengt var á árum áður

Áhugaverð umræða skapaðist í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum þegar rætt var um óvæntar heimsóknir. Nú til dags tíðkast það síður að fólk fari óboðið í heimsóknir líkt og algengt var á árum áður. Viðurkenndu þáttastjórnendur að eiga það til að hrökkva alveg í kút þegar bankað er á útidyrnar eða dyrabjöllunni hringt þegar ekki er von á neinum gestum. Sumir viðurkenna að sniðganga það að opna eða þykjast ekki vera heima í slíkum aðstæðum. Hvernig bregst þú við óvæntum heimsóknum? Nánar á K100.is