Anne Herzog
Anne Herzog
Franska listakonan Anne Herzog opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsal Borgarbókasafnsins Gerðubergi í dag kl. 14. Titill sýningarinnar er Anne Herzog Andy Warhol en Anne vinnur með náttúruna við Snæfellsjökul í verkum sínum, s.s

Franska listakonan Anne Herzog opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsal Borgarbókasafnsins Gerðubergi í dag kl. 14. Titill sýningarinnar er Anne Herzog Andy Warhol en Anne vinnur með náttúruna við Snæfellsjökul í verkum sínum, s.s. jörð, sand, smásteina og annað. Þá starfar hún einnig sem listkennari og hefur haldið einkasýningar víða um veröld. Á sýningunni eru málverk, teikningar og vídeóverk sem Anne hefur unnið að á Snæfellsnesi á síðustu misserum en hún sækir innblástur til listamanna á borð við Andy Warhol og Mierle Laderman Ukeless.