Helgi Björnsson
Helgi Björnsson
Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið (IGS) hefur útnefnt Helga Björnsson jöklafræðing heiðursmeðlim í félaginu. Verðlaunin eru ein þau helstu sem félagið veitir en fáir hafa hlotið þau gegnum tíðina, að því er segir á vef Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið (IGS) hefur útnefnt Helga Björnsson jöklafræðing heiðursmeðlim í félaginu. Verðlaunin eru ein þau helstu sem félagið veitir en fáir hafa hlotið þau gegnum tíðina, að því er segir á vef Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands. Þar segir jafnframt að „verðlaunin hljóta einstaklingar fyrir framúrskarandi framlag til jöklafræða á sínum ferli, hvort sem er á landsvísu eða alþjóðlega.“

Áratugum saman hafi Helgi leitt rannsóknarstarf á íslenskum jöklum. Hann hafi verið hvatamaður að vöktun afkomu og orkuskiptum við yfirborð jökla, verkefni sem enn eru unnin í dag á þeim grunni sem Helgi byggði upp. Helgi hafi einnig leitt rannsóknir á jökulhlaupum, botnkortagerð og fjölda annarra rannsóknarverkefna.

Helgi var formaður JÖRFÍ frá árinu 1989 til 1998 og var ritstjóri Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélagsins. Hann var einnig virkur í starfi IGS og sat í stjórn félagsins árin 1978-1981, 1984, 1990-1993 og var varaformaður 1999-2001.