Megan Auður
Megan Auður
Listakonan og aktívistinn Megan Auður opnar sýningu sína, Verndarveggir, í dag klukkan 17 í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Verndarveggir er einkasýning listakonunnar og samanstendur af teikningum og skúlptúrum sem fjalla um áfallastreituröskun …

Listakonan og aktívistinn Megan Auður opnar sýningu sína, Verndarveggir, í dag klukkan 17 í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a.

Verndarveggir er einkasýning listakonunnar og samanstendur af teikningum og skúlptúrum sem fjalla um áfallastreituröskun og bata. Þá vinnur Megan Auður með hugmyndir um áföll og bata með því að skapa umgjörð fyrir samtöl, stuðning og sameiginlega ímyndun af mögulegum framtíðum.

Megan Auður útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskólanum í Utrecht (HKU) og hefur síðan þá unnið á ýmsum sviðum myndlistarinnar.