Líkanreikningar sýna að um 5 milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft er til aðdraganda eldgosa á Sundhnúkagígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8-13 milljón rúmmetrum

Líkanreikningar sýna að um 5 milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft er til aðdraganda eldgosa á Sundhnúkagígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8-13 milljón rúmmetrum. Gæti það gerst í næstu viku ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða.

Sérfræðingar Veðurstofunnar meta það svo að líkur séu á að eldgos geti hafist með mjög skömmum fyrirvara, innan við hálftíma. Vísindamenn telja að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina.