Hiroyuki Sanada er í aðalhlutverki.
Hiroyuki Sanada er í aðalhlutverki. — AFP/Michael Tran
Átök Áhugafólk um 17. aldar ofbeldi og grimmd ætti að fá sitthvað fyrir sinn snúð í nýjum myndaflokki, Shogun, sem byggist á samnefndri skáldsögu James Clavells frá 1975. Fremstir í flokki eru Toranaga lávarður, sem Hiroyuki Sanada leikur, og…

Átök Áhugafólk um 17. aldar ofbeldi og grimmd ætti að fá sitthvað fyrir sinn snúð í nýjum myndaflokki, Shogun, sem byggist á samnefndri skáldsögu James Clavells frá 1975. Fremstir í flokki eru Toranaga lávarður, sem Hiroyuki Sanada leikur, og bandamaður hans, hinn strandaði breski sjómaður John Black­thorne, leikinn af Cosmo Jarvis. Margir muna eftir öðrum myndaflokki eftir sömu sögu úr áttunni en þá var Richard Chamberlain í aðalhlutverki. Hermt er að menn takist á af meiri hreysti nú en þá, í öllu falli fylgja stiklunum viðvaranir. Nálgast má Shogun á Disney+ frá og með þriðjudeginum.