Magnús Lyngdal Magnússon
Magnús Lyngdal Magnússon
Átök rómantíkeranna: Wagner, Brahms og „nýþýski skólinn“ er yfirskrift fyrirlesturs sem Magnús Lyngdal Magnússon heldur á vegum Wagnerfélagsins í Safnaðarheimili Neskirkju í dag kl. 15 og er aðgangur ókeypis „Um og upp úr miðri 19

Átök rómantíkeranna: Wagner, Brahms og „nýþýski skólinn“ er yfirskrift fyrirlesturs sem Magnús Lyngdal Magnússon heldur á vegum Wagnerfélagsins í Safnaðarheimili Neskirkju í dag kl. 15 og er aðgangur ókeypis „Um og upp úr miðri 19. öld var hart tekist á í hinum þýskumælandi heimi um framþróun tónlist­arinnar. Þar deildu annars vegar íhaldsmenn, sem Brahms leiddi, og hins vegar fylgismenn hins svonefnda „nýþýska skóla“, sem Liszt og Wagner fóru fyrir. Deilurnar náðu hámarki laust um 1860 og hlutust af þeim mikil málaferli,“ segir í kynningu. Magnús Lyngdal er sagnfræðingur að mennt og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Hann hefur fjallað um tónlist í ræðu og riti um árabil, m.a. haldið marga fyrirlestra á vegum Wagnerfélagsins. Á undan fyrirlestrinum, eða kl. 14, fer fram aðalfundur Wagnerfélagsins.