Uppgjör ÍL-sjóður, áður Íbúðalánasjóður, var orðinn ógjaldfær.
Uppgjör ÍL-sjóður, áður Íbúðalánasjóður, var orðinn ógjaldfær. — Morgunblaðið/Sverrir
Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar 18 lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. Í sameiginlegri yfirlýsingu kemur fram að sjóðirnir sem um ræðir fara saman með …

Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar 18 lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. Í sameiginlegri yfirlýsingu kemur fram að sjóðirnir sem um ræðir fara saman með stærstan hluta skuldabréfa sem ÍL-sjóður er útgefandi að. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi sem felur í sér að skuldabréfin verði gerð upp að fullu og skilyrði sköpuð fyrir slitum ÍL-sjóðs.

Tveir af stærri lífeyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður verslunarmanna (Live), eru ekki meðal þátttakenda í viðræðunum.