Ajax Kristian Hlynsson er fastamaður í hollenska stórliðinu.
Ajax Kristian Hlynsson er fastamaður í hollenska stórliðinu. — AFP/Maurice van Steen
Kristian Nökkvi Hlynsson, landsliðsmaðurinn ungi í knattspyrnu, á fyrir höndum tvo áhugaverða leiki í næsta mánuði. Lið hans, hollenska stórveldið Ajax, dróst í gær gegn enska liðinu Aston Villa í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu en leikið er í Amsterdam 7

Kristian Nökkvi Hlynsson, landsliðsmaðurinn ungi í knattspyrnu, á fyrir höndum tvo áhugaverða leiki í næsta mánuði.

Lið hans, hollenska stórveldið Ajax, dróst í gær gegn enska liðinu Aston Villa í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu en leikið er í Amsterdam 7. mars og í Birmingham 14. mars.

Hákon Arnar Haraldsson leikur með Lille frá Frakklandi sem dróst gegn Sturm Graz frá Austurríki og byrjar á útivelli.

Þessi lið mætast:

Ajax – Aston Villa

Sturm Graz – Lille

Servette Genf – Viktoria Plzen

Molde – Club Brugge

Royale Union – Fenerbahce

Dinamo Zagreb – PAOK Saloniki

Maccabi Haifa – Fiorentina

Olympiacos – Maccabi Tel Aviv

Á sömu dögum verður leikið í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þar er enginn íslenskur leikmaður á ferðinni.

Öll ensku liðin þrjú spila fyrri leiki sína á útivöllum, Liverpool í Tékklandi, Brighton á Ítalíu og West Ham í Þýskalandi. Þessi lið drógust saman:

Sparta Prag – Liverpool

Marseille – Villarreal

Roma – Brighton

Benfica – Rangers

Freiburg – West Ham

Sporting Lissabon – Atalanta

AC Milan – Slavia Prag

Qarabag – Bayer Leverkusen