Eyþór Gunnarsson læknir fæddist 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal. Hann var sonur hjónanna Gunnars Ólafssonar alþingismanns, kaupmanns og útgerðarmanns, f. 1864, d. 1961, og Jóhönnu Eyþórsdóttur húsfreyju, f

Eyþór Gunnarsson læknir fæddist 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal. Hann var sonur hjónanna Gunnars Ólafssonar alþingismanns, kaupmanns og útgerðarmanns, f. 1864, d. 1961, og Jóhönnu Eyþórsdóttur húsfreyju, f. 1870, d. 1944. Eyþór var næstyngstur sex systkina. Fjölskyldan fluttist til Vestmannaeyja þegar hann var ársgamall 1909.

Hugur Eyþórs stóð til mennta og lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1926. Þá hóf hann nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk þar cand. med.-prófi 1932 og fór þá utan í sérfræðinám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Noregi og Þýskalandi 1937. Hann fór heim til Íslands og hóf störf sama ár og starfaði allt þar til hann varð að láta af störfum vegna erfiðrar heilsu. Eyþór þótti einstaklega góður læknir og var vinsæll.

Árið 1934 kvæntist Eyþór Valgerði Evu Vilhjálmsdóttur, f. 1912, d. 1975, og þau áttu fjögur börn, Jóhönnu leikskólakennara, f. 1937, Gunnar blaðamann, f. 1930, d. 2001, Vilhjálm Sigurð, kennara og ritstjóra, f. 1944, d. 2023, og Sigurð listmálara, f. 1948.

Eyþór lést eftir erfið veikindi 25. ágúst 1969 í Reykjavík.