Svartur á leik
Svartur á leik
Staðan kom upp í landsliðsflokki Íslandsmóts kvenna sem lauk fyrir skömmu í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi. Elsa María Kristínardóttir (1.860) hafði svart gegn Olgu Prudnykovu (2.241)

Staðan kom upp í landsliðsflokki Íslandsmóts kvenna sem lauk fyrir skömmu í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi. Elsa María Kristínardóttir (1.860) hafði svart gegn Olgu Prudnykovu (2.241). 43. … gxh4? svartur hefði átt góða jafnteflismöguleika eftir 43. … Kg8! 44. Hh5 g4+! 45. Kxg4 Hxa4 46. Hf5 og upp kemur þekkt hróksendatafl þar sem hvítur er tveim peðum yfir, annars vegar hefur hann h-peð og hins vegar f-peð. Fræðilega er staðan jafntefli en margur skákmaðurinn hefur tapað því endatafli. Eftir textaleikinn er taflið unnið á hvítt. 44. Hxh4 Hxa4? meira viðnám var fólgið í því að halda hróknum inni á borðinu. 45. Hxf4+ Hxf4+ 46. Kxf4 hvítur er með andspænið og því er peðsendataflið unnið. 46. … Kg8 47. Kf5 Kf7 48. f4 Ke7 49. Kg6 Kf8 50. Kf6 Kg8 51. Ke7 og svartur gafst upp. Nóg um að vera í íslensku skáklífi.