Tveir heppnir karlmenn um sextugt skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi. Annar keypti sinn miða hjá Jóhönnu á Tálknafirði og hinn í Orkunni í Reykjanesbæ og fengu þeir rúmar 10,2 milljónir hvor

Tveir heppnir karlmenn um sextugt skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi. Annar keypti sinn miða hjá Jóhönnu á Tálknafirði og hinn í Orkunni í Reykjanesbæ og fengu þeir rúmar 10,2 milljónir hvor.

Vestfirðingurinn brunaði í bæinn og var mættur á skrifstofu Íslenskrar getspár árla sl. mánudag og sagði vinninginn koma á góðum tíma enda starfslok á næstunni. Suðurnesjamaðurinn mætti daginn eftir, sagðist hann hafa selt frá sér draumabílinn til að hjálpa sínum nánustu. Hann leit bjartsýnum augum á framtíðina og sagði sitt fyrsta verk að kaupa sér draumabílinn aftur.