Systurnar Lilja og Ingibjörg Birgisdætur opna sýninguna Hlutskipti í galleríinu Þulu í dag, laugardaginn 24. febrúar, kl. 17-19. Þar verða sýnd verk í blönduðum miðlum; vídeó, skúlptúr og handmálaðar ljósmyndir

Systurnar Lilja og Ingibjörg Birgisdætur opna sýninguna Hlutskipti í galleríinu Þulu í dag, laugardaginn 24. febrúar, kl. 17-19. Þar verða sýnd verk í blönduðum miðlum; vídeó, skúlptúr og handmálaðar ljósmyndir.

Í sýningartexta segir meðal annars: „Allt okkar líf seljum við tíma okkar og orku til að geta sankað að okkur hlutum. Og vissulega safnast þeir upp, þar til þeir eru faldir inní skáp eða geymslu, gleymast og glata tilgangi. [...] Og þegar dagur er að ævikvöldi kominn fá börnin okkar það hlutskipti að fara í gegnum skápa, skúffur og hirslur. Velja hvaða arf þau vilja halda áfram að dröslast með milli sinna heima.“

Sýningin stendur til 31. mars.