Í frétt um lífsgæðakjarna í Skógarhlíð 16 í síðasta fimmtudagsblaði var sagt að starfsemi smurstöðvar á lóðinni hefði verið hætt í desember síðastliðnum. Hið rétta er að þáverandi smurstöð hætti starfsemi, en í framhaldinu tók Bílaleigan Go við rekstrinum

Í frétt um lífsgæðakjarna í Skógarhlíð 16 í síðasta fimmtudagsblaði var sagt að starfsemi smurstöðvar á lóðinni hefði verið hætt í desember síðastliðnum.

Hið rétta er að þáverandi smurstöð hætti starfsemi, en í framhaldinu tók Bílaleigan Go við rekstrinum. Húsnæðið er áfram í notkun sem smurstöð fyrir almenning, ásamt því að bílaleigan er með útleigustöð þarna og þjónustu fyrir viðskiptavini langtímaleigu Go. Áfram er selt eldsneyti í sjálfsafgreiðslu. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi.