Örn Arnarson
Örn Arnarson
Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins víkur að viðtali í Silfri Rúv. við stöllur sem fóru til Egyptalands til að greiða fyrir för Palestínumanna til Íslands. Lagt var út af skrifum hér á þessum stað fyrir skömmu þar sem vísað var til viðtals mbl.is við konurnar, þar sem fram hafði komið að greiddir væru 5.000 bandaríkjadalir, um 700.000 krónur, fyrir að fá hvern Palestínumann út af Gasasvæðinu. Þá var einnig sagt að þetta væri í „samræmi við frásagnir erlendra fjölmiðla um himinháar mútugreiðslur til landamæravarða í Rafha,“ auk þess sem bent var á að slíkar mútur væru ólöglegar hér og viðurlög sektir og allt að fimm ára fangelsi.

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins víkur að viðtali í Silfri Rúv. við stöllur sem fóru til Egyptalands til að greiða fyrir för Palestínumanna til Íslands. Lagt var út af skrifum hér á þessum stað fyrir skömmu þar sem vísað var til viðtals mbl.is við konurnar, þar sem fram hafði komið að greiddir væru 5.000 bandaríkjadalir, um 700.000 krónur, fyrir að fá hvern Palestínumann út af Gasasvæðinu. Þá var einnig sagt að þetta væri í „samræmi við frásagnir erlendra fjölmiðla um himinháar mútugreiðslur til landamæravarða í Rafha,“ auk þess sem bent var á að slíkar mútur væru ólöglegar hér og viðurlög sektir og allt að fimm ára fangelsi.

Á Rúv. svöruðu stöllurnar, að sögn fjölmiðlarýnis: „Við þurftum ekki að borga mútur og við vorum ekki veifandi seðlabúntum við landamærin.“ Þó viðurkenndu þær að þær hefðu þurft að borga fyrir „ákveðna þjónustu, hraðmeðferð og flutning á fólkinu. Að auki hefði þurft að borga fyrir alla pappíra.“

Fjölmiðlarýni þótti athyglisvert að fréttamenn Rúv. spyrðu ekki nánar út í þennan kostnað og skyldi engan undra. Hvað skyldu þessar hjálpsömu konur halda að mútugreiðslur séu kallaðar? Halda þær að gefinn sé út reikningur merktur „mútugreiðslur“ eða er líklegra að rukkað sé fyrir „hraðmeðferð“ eða álíka?

Þetta er umhugsunarvert, en einnig það hvort hérlend yfirvöld munu rannsaka þennan þátt flutningsþjónustunnar.