Úkraína Börn í örmum frænda síns í Volyn í norðurhluta Úkraínu.
Úkraína Börn í örmum frænda síns í Volyn í norðurhluta Úkraínu. — AFP/Roman Pilipey
Frá upphafi innrásar 2022 hefur UNICEF á Íslandi staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þessara og ótal fleiri verkefna UNICEF í Úkraínu og nágrannaríkjum. Árið 2022 var neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu orðin stærsta einstaka neyðarsöfnun í nærri 20 ára sögu UNICEF á Íslandi

Frá upphafi innrásar 2022 hefur UNICEF á Íslandi staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þessara og ótal fleiri verkefna UNICEF í Úkraínu og nágrannaríkjum. Árið 2022 var neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu orðin stærsta einstaka neyðarsöfnun í nærri 20 ára sögu UNICEF á Íslandi.

Þar af leiðandi má segja að stuðningur almennings og fyrirtækja á Íslandi við neyð barna í Úkraínu hafi verið sögulegur og eftir honum tekið langt út fyrir landsteinana, samkvæmt tilkynningu frá UNICEF. Rúmlega 189,3 milljónir íslenskra króna höfðu safnast fyrir helgi í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Úkraínu á þessum tveimur árum sem liðin eru frá innrásinni og stendur söfnunin enn yfir.

„Því miður lítur ekki út fyrir að stríðinu ljúki í nánustu framtíð og þörfin mun halda áfram að vera til staðar. Starf UNICEF í Úkraínu heldur áfram og neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi sömuleiðis. Við gefumst aldrei upp í yfirlýstu markmiði okkar að tryggja réttindi allra barna,“ er haft eftir Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF í tilkynningunni.