Svanhildur Óskarsdóttir
Svanhildur Óskarsdóttir
Svanhildur Óskarsdóttir, doktor í norrænum fræðum og rannsóknarprófessor, flytur erindi um Reykjahlíðarklæðið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar mun hún skoða klæðið með gestum en Reykjahlíðarklæðið er eitt…

Svanhildur Óskarsdóttir, doktor í norrænum fræðum og rannsóknarprófessor, flytur erindi um Reykjahlíðarklæðið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar mun hún skoða klæðið með gestum en Reykjahlíðarklæðið er eitt refilsaumsklæðanna á sýningunni
Með verkum handanna.

Á klæðinu eru níu myndreitir sem sýna atburði úr ævi Maríu meyjar en í erindinu fjallar Svanhildur um myndirnar á klæðinu og tengir þær við Maríu sögu og aðrar íslenskar Maríubókmenntir.