Tarja Turunen hafði gaman af endurfundunum.
Tarja Turunen hafði gaman af endurfundunum. — AFP/MA
Tilfinningar Útsetning sinfóníska málmbandsins Nightwish frá Finnlandi á laginu Phantom of the Opera eftir Sir Andrew Lloyd Webber gerði mikla lukku þegar það kom út 2002. Fólkið sem söng lagið, Tarja Turunen og Marko Hietala, er löngu hætt í…

Tilfinningar Útsetning sinfóníska málmbandsins Nightwish frá Finnlandi á laginu Phantom of the Opera eftir Sir Andrew Lloyd Webber gerði mikla lukku þegar það kom út 2002. Fólkið sem söng lagið, Tarja Turunen og Marko Hietala, er löngu hætt í bandinu en lenti fyrir tilviljun með sólóverkefni sín saman á hátíð í Sviss í fyrra. Og tóku Drauginn að sjálfsögðu, eftir 18 ára hlé. „Það var þrælspennandi. Það var fallegt. Fólk sleppti tilfinningum sínum lausum,“ segir Tarjunen í nýlegu viðtali við brasilíska hlaðvarpið Metal Musikast.