Auður Ava Ólafsdóttir
Auður Ava Ólafsdóttir
Lesið fyrir Odesa nefnist viðburður sem haldinn er í Mengi í kvöld kl. 19.30. Þar munu 11 reykvískir höfundar sýna stuðning sinn við Úkraínu með því að lesa úr eigin verkum og úrtaki úkraínskra bókmennta

Lesið fyrir Odesa nefnist viðburður sem haldinn er í Mengi í kvöld kl. 19.30. Þar munu 11 reykvískir höfundar sýna stuðning sinn við Úkraínu með því að lesa úr eigin verkum og úrtaki úkraínskra bókmennta. „Höfundarnir gefa skáldalaun sín áfram til stuðnings Bókmenntaborgarinnar Odesa,“ segir í tilkynningu frá Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO, sem stendur fyrir viðburðinum í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá innrás Rússa. Meðal höfundanna sem taka þátt eru: Anastasiia Chernova, Anton Helgi Jónsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Fríða Ísberg, Hallgrímur Helgason, Jakub Stachowiak og Pedro Gunnlaugur Garcia.