Fjölskyldan Hér eru Albert og Ásta Guðbjörg umkringd afkomendunum, en myndin var tekin fyrir fimm árum.
Fjölskyldan Hér eru Albert og Ásta Guðbjörg umkringd afkomendunum, en myndin var tekin fyrir fimm árum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Albert Eymundsson fæddist á Höfn 24. febrúar 1949 og ólst upp í Vallanesi í 80 fm húsi með foreldrum og níu systkinum. „Auðvitað móta þessar aðstæður barnssálina en glaðværðin var ætíð í fyrirrúmi og samstaða í lífsbaráttunni

Albert Eymundsson fæddist á Höfn 24. febrúar 1949 og ólst upp í Vallanesi í 80 fm húsi með foreldrum og níu systkinum. „Auðvitað móta þessar aðstæður barnssálina en glaðværðin var ætíð í fyrirrúmi og samstaða í lífsbaráttunni. Vallanes stóð alltaf opið öllum og töluðu sumir um að húsið væri líkara félagsmiðstöð en heimili.“

„Fyrsta launaða starfið mitt var að breiða út saltfisk hjá Einari frá Hvalnesi og síðar, sennilega tíu ára, vann ég við að hræra blóði í skotklefanum í sláturhúsinu hjá honum.“ Hann segist lánsamur að hafa verið sendur í sveit í nokkur sumur, þar sem hann kynntist bæði gamla tímanum hjá fólkinu á Horni og svo öðrum aðstæðum hjá frænku sinni á Brunnhóli á Mýrum.

„Ég var á skaki í þrjú sumur á báti með föður mínum frá 11 ára aldri. Annars hafði bryggjan og skúrarnir þar mikið aðdráttarafl og kallarnir voru duglegir að kenna okkur réttu handtökin við að hjálpa sér að fella netin, beita línuna og stokka upp. Það fór svo að ég beitti með lokaárinu í grunnskólanum alla línuvertíðina á nóttunni og eftir skóla jafnmikið og hinir kallarnir. Mamma og skólastjórinn minn voru ekkert ánægð með þetta háttalag mitt. Sjálfsagt bitnaði það á skólalærdómnum en það var líka lærdómsríkt að vera í þessu umhverfi.“

Á kafi í félagsmálum

Eftir að hafa lokið námi í Hafnarskóla fór Albert á vertíð einn vetur og þaðan í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan í Kennaraskóla Íslands þar sem hann lauk kennaraprófi 1971. Hann fór heim á Höfn og hóf ferilinn í kennslu þar.

Alla sína skólavist hafði Albert verið fenginn í félagsmálin og strax í grunnskóla var hann formaður fyrsta skólafélagsins sem lagði línurnar fyrir það sem síðar varð. Hann var formaður skólafélagsins á Laugarvatni og í Kennaraskólanum var hann á kafi í félagsmálunum og var gjaldkeri skólafélagsins. „Þegar mest var að gera gafst heldur lítill tími í námið.“

Fótboltaástríðan

En félagsmálin hafa alltaf átt hug Alberts allan og hann hefur alltaf viljað gera eitthvað fyrir samfélagið. „Ég hef alltaf starfað mikið með börnum og ég byggði upp fótboltann í Hornafirði, en þar var enginn fótbolti þegar ég var krakki og mér fannst mikilvægt að endurreisa ungmennafélagið á Höfn.“

Albert stjórnaði og spilaði fótbolta með félaginu Sindra á Höfn og var byrjaður að þjálfa í fótbolta fyrir austan þegar hann réð sig í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði til að kenna 1973. Þar fór hann að þjálfa 5. flokk FH, en örlögin höguðu því þannig að hann tók einnig við þjálfun unglingalandsliðsins (U18) eftir að þjálfarinn forfallaðist. Það gekk einstaklega vel og unglingalandsliðið vann þetta ár unglingalandslið Írlands 3:2 á Melavellinum, sem vakti mikla athygli og liðið fór áfram í 16 liða úrslit. Í Vísi kom fyrirsögnin „Mesti sigur íslenskrar knattspyrnu“ um velgengnina.

Skólastjórn og bæjarmálin

Heimahagarnir kölluðu þó Albert aftur til Hafnar og hann kenndi þar eitt ár, þá var honum boðin skólastjórastaða og hann festi ráð sitt þegar hann kvæntist Ástu Guðbjörgu Ásgeirsdóttur, en þau hófu búskap 1975. Hann var skólastjóri í sex ár, en þá snéri hann aftur til Hafnarfjarðar 1981 og var þar í fjóra vetur og þrjú sumur við þjálfun hjá FH og kennslu. En þá var aftur snúið til Hafnar, skólastjórastaðan var laus og hann fór aftur í starfið. Áður en hann fór til Hafnarfjarðar hafði hann verið virkur í hreppsnefndinni á Höfn og hann fór aftur í bæjarstjórnina á árunum 1990-1996. Árið 2000 var hann fenginn til þess að vera bæjarstjóri Hafnar og sinnti hann því starfi til 2006.

„Eftir að ég hætti sem bæjarstjóri 2006 fór ég á Snæfellsnesið og vann hjá öllum sveitarfélögunum þar og var þar í tæp þrjú ár en líkaði óskaplega vel þar.“ Þegar hann kom aftur til Hafnar endurvakti hann Eystrahorn og ritstýrði því í átta ár. „Ég er svo lánsamur að í þessum störfum sem ég hef verið að stússast í hef ég alltaf haft ánægju af þeim öllum, enda fengið mikla hjálp og stuðning frá Ástu minni og fjölskyldunni.“

Í gegnum tíðina hefur Albert setið í fjölda nefnda, sinnt þjálfun og ungmennastarfi og verið virkur í sínu nærumhverfi. Hann sat í stjórn KSÍ til margra ára og var heiðraður af alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, árið 2004 fyrir mikil og fjöbreytt störf í þágu hreyfingarinnar í tilefni af 100 ára afmæli FIFA.

Fjölskylda

Eiginkona Alberts er Ásta Guðbjörg Ásgeirsdótttir fv. bankastarfsmaður, f. 19.9. 1951. Foreldrar hennar eru hjónin Ásgeir Gunnarsson skrifstofumaður, f. 22.2. 1914, d. 14.8. 1993, og Maren Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 20.4. 1912, d. 24.6. 1980.

Börn Alberts og Ástu eru: 1) Sævar Þór Gylfason (stjúpsonur), f. 21.5. 1969, íþróttakennari og verkefnastjóri hjá Janusi heilsueflingu, giftur Sigríði Ólafsdóttur, f. 8.2. 1969, sérfræðingi hjá Skattinum. Þau búa í Kópavogi. Börn þeirra eru Ólafur Albert, Maríus og Trausti og barnabarn Ragnheiður Rut Ólafsdóttir. 2) Maren, f. 22.3. 1976, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Logos, gift Þorvaldi Blöndal forritara, f. 9.6. 1975. Börn þeirra eru Davíð, Ívar og Kári. 3) Anna Kristín, f. 27.8. 1980, þroskaþjálfi, í sambúð með Sveini Ómari Grétarssyni, f. 21.5. 1973, starfandi stjórnarformanni Eldingar hvalaskoðunar. 4) Inga Birna, f. 29.6. 1989, verkefnastjóri hjá HÍ, gift Eiríki Þorsteinssyni, f. 13.5. 1988, markaðsfræðingi. Börn þeirra eru Iðunn Saga og Auður Edda.

Systkini Alberts eru: Sigurður, fv. umdæmisstjóri RARIK, f. 1943, d. 2016; Anna Margrét húsmóðir, f. 1944; Agnes tækniteiknari, f. 1945; Eygló, fv. verslunar- og veitingamaður, f. 1947; Rag nar Hilmar málari, f. 1952; Brynjar matreiðslumeistari, f. 1953; Benedikt Þór, fv. starfsmaður Stórþingsins í Osló, f. 1955; Halldóra matráður, f. 1957; Óðinn matreiðslumeistari, f. 1959.

Foreldrar Alber Sigurðsson
hafnsögumaður, f. 11.8. 1920, d. 24.10. 1987.