Bára Baldursdóttir
Bára Baldursdóttir
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, stendur fyrir kynningu í Borgarbókasafninu i Grófinni í dag, laugardag, milli kl. 13 og 15 á fræðiritunum sem tilnefnd eru til Viðurkenningar Hagþenkis í ár

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, stendur fyrir kynningu í Borgarbókasafninu i Grófinni í dag, laugardag, milli kl. 13 og 15 á fræðiritunum sem tilnefnd eru til Viðurkenningar Hagþenkis í ár.

Klukkan 13 kynnir Bára Baldursdóttir bók sína Kynlegt stríð – Ástandið í nýju ljósi. Klukkan 13.10 kynnir Gunnar Skarphéðinsson bók sína Dróttkvæði – Sýnisbók. Klukkan 13.20 kynnir Haraldur Sigurðsson bók sína Samfélag eftir máli – Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Klukkan 13.30 kynnir Helgi Máni Sigurðsson bók sína Fornbátar á Íslandi – Sjómennirnir og saga þeirra. Klukkan 13.40 kynnir Kristín Loftsdóttir bók sína Andlit til sýnis. Klukkan 13.50 kynna ritstjórarnir Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason bókina Með verkum handanna – Íslenskur refilsaumur fyrri alda. Klukkan 14.10 kynnir Ólafur Gestur Arnalds bók sína Mold ert þú – Jarðvegur og íslensk náttúra. Klukkan 14.20 kynnir ritstjórinn Ólafur Engilbertsson bókina Steyptir draumar – Líf og list Samúels Jónssonar. Klukkan 14.30 kynnir Sveinn Einarsson bók sína Leikmenntir – Um að nálgast það sem mann langar að segja í leikhúsi. Klukkan 14.40 kynnir Þórgunnur Snædal bók sína Rúnir á Íslandi.