Að setja ofan eða niður merkir að láta á sjá eða lækka í áliti, bíða álitshnekki. Mörgum þykir margt hafa sett ofan á síðustu tímum: Ríkisútvarpið og Alþingi svo tvennt sé nefnt

Að setja ofan eða niður merkir að láta á sjá eða lækka í áliti, bíða álitshnekki. Mörgum þykir margt hafa sett ofan á síðustu tímum: Ríkisútvarpið og Alþingi svo tvennt sé nefnt. Að ónefndri þjóðkirkjunni, en þá dugir ekki að segja „kirkjuna þykir hafa sett niður“. Hún, kirkjan, þykir hafa sett niður eða ofan.