Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Nýtt átak í útlendingamálum“ um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem boðað var 20. febrúar þegar ríkisstjórnin lagði fram „heildarsýn í útlendingamálum“.

Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Nýtt átak í útlendingamálum“ um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem boðað var 20. febrúar þegar ríkisstjórnin lagði fram „heildarsýn í útlendingamálum“.

Eftir að þessi heildarsýn var birt,“ skrifar Björn, „hafa þeir sem gjarnan vilja ræða annað en það efni sem er til úrlausnar og sýnir hvert stefnir sagt að fyrr hefði átt að taka í taumana og margir láta falla þung orð í garð Sjálfstæðisflokksins af því tilefni.

Þegar þetta er gert ættu menn jafnframt að velta fyrir sér hvernig staðan væri hefðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki verið til fyrirstöðu á alþingi og dómsmálaráðherrar flokksins hefðu ekki hvað eftir annað flutt frumvörp um aðhaldsbreytingar á útlendingalögunum þrátt fyrir andstöðu á þingi innan og utan stjórnarliðsins.

Nú eru það flokksformaðurinn og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sem hafa forystu um að skapa nýjan pólitískan jarðveg og nýta hann með augljósan þjóðarhag að leiðarljósi.

Frumkvæðið verður ekki af þeim tekið og ættu þeir sem beðið hafa eftir því frekar að leggja þeim lið en að nöldra út af fortíð sem verður ekki breytt. Skrýtið er ef þeir kvarta mest sem nú sjá glitta í árangur af baráttu sinni.“