— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Liðlega tvö þúsund manns skemmtu sér í skíðabrekkunum í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær. Að sögn Brynjars Helga Ásgeirssonar forstöðumanns skíðasvæðisins var skíðafærið afbragðsgott. Snjóað hafði í vikunni og í tíu stiga frosti í gær var færið nánast eins og best verður á kosið

Liðlega tvö þúsund manns skemmtu sér í skíðabrekkunum í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær. Að sögn Brynjars Helga Ásgeirssonar forstöðumanns skíðasvæðisins var skíðafærið afbragðsgott. Snjóað hafði í vikunni og í tíu stiga frosti í gær var færið nánast eins og best verður á kosið. Auk þess var bjart veður og stillt sem laðaði marga að. Margir hafa komið í Hlíðarfjall að undanförnu þegar vetrarfrí hefur verið í skólum víða um land. Telur Brynjar Helgi um 18 þúsund hafa komið í Hlíðarfjall á tíu dögum.