Wembley Virgil van Dijk fyrirliði og Jürgen Klopp knattspyrnustjóri lyftu deildabikarnum eftir sigur Liverpool á Wembley í gær.
Wembley Virgil van Dijk fyrirliði og Jürgen Klopp knattspyrnustjóri lyftu deildabikarnum eftir sigur Liverpool á Wembley í gær. — AFP/Glyn Kirk
Liverpool varð í gær fyrsta félagið til að verða enskur deildabikarmeistari í knattspyrnu í tíu skipti þegar liðið vann Chelsea, 1:0, í framlengdum úrslitaleik á Wembley í London. Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli og vítaspyrnukeppni, eins…

Liverpool varð í gær fyrsta félagið til að verða enskur deildabikarmeistari í knattspyrnu í tíu skipti þegar liðið vann Chelsea, 1:0, í framlengdum úrslitaleik á Wembley í London.

Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli og vítaspyrnukeppni, eins og þegar Liverpool vann úrslitaleik liðanna árið 2022, skoraði Virgil van Dijk með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Harvey Elliott á 118. mínútu. Van Dijk hafði skorað svipað mark fyrr í leiknum, eftir aukaspyrnu frá Andy Robertson, en það var dæmt af vegna rangstöðu á Wataru Endo eftir ítarlega skoðun.

Liverpool lék án margra lykilmanna og missti auk þess Ryan Gravenberch meiddan af velli í fyrri hálfleik. Mörg færi voru í leiknum þrátt fyrir markaþurrðina og Chelsea fékk nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn í seinni hálfleik. Rétt áður en van Dijk skoraði átti Harvey Elliott skalla í stöng Chelsea-marksins.