„Þegar ég fór á elliheimilið henti ég öllu nema kokteilhristaranum.“ Kastaði því í þágufalli. Að henda e-ð á lofti er annað. Þá grípur maður það í þolfalli, og notfærir sér: hendir spjótið á lofti og kastar því til baka eða hendir…
„Þegar ég fór á elliheimilið henti ég öllu nema kokteilhristaranum.“ Kastaði því í þágufalli. Að henda e-ð á lofti er annað. Þá grípur maður það í þolfalli, og notfærir sér: hendir spjótið á lofti og kastar því til baka eða hendir t.d. orð andstæðings á lofti og notar gegn honum. Svo má líka grípa e-ð á lofti.