Jafnt Hilma Bergsdóttir og stöllur í Fjölni jöfnuðu metin í gærkvöldi.
Jafnt Hilma Bergsdóttir og stöllur í Fjölni jöfnuðu metin í gærkvöldi. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Fjölnir hafði betur gegn SA í vítakeppni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í íshokkí í Skautahöllinni í Egilshöll í gær. Er staðan í einvíginu nú 1:1. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2:2 og því var farið í vítakeppni

Fjölnir hafði betur gegn SA í vítakeppni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í íshokkí í Skautahöllinni í Egilshöll í gær. Er staðan í einvíginu nú 1:1. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2:2 og því var farið í vítakeppni. Þar skoraði Fjölnir tvö mörk en SA aðeins eitt. Kolbrún Garðarsdóttir og Sigrún Árnadóttir gerðu mörk Fjölnis í venjulegum leiktíma. Amanda Bjarnadóttir og Sveindís Sveinsdóttir skoruðu fyrir SA.