Isavia innanlandsflugvellir ehf. hyggjast leggja nýja 970 metra langa akbraut meðfram flugbraut Egilsstaðaflugvallar og með því auka getu flugvallarins til að taka á móti millilandaflugvélum í neyðarástandi.
Framkvæmdir taka tvö ár og að þeim loknum á völlurinn að geta tekið á móti tíu farþegaþotum.
Skipulagsstofnun hefur á skipulagatt.is leitað umsagna vegna ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli laga.
Egilsstaðaflugvöllur er einn af fjórum alþjóðaflugvöllum á Íslandi og gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug til og frá Íslandi ef Keflavíkurflugvöllur lokast vegna veðurs eða af öðrum ástæðum. » 10