Hekla Dögg Jónsdóttir
Hekla Dögg Jónsdóttir
Hlaupársdagur er lokadagur sýningar Heklu Daggar Jónsdóttur 0°0° Núlleyja á Kjarvalsstöðum og verður hann „fullnýttur til listsköpunar“, eins og segir í tilkynningu frá safninu

Hlaupársdagur er lokadagur sýningar Heklu Daggar Jónsdóttur 0°0° Núlleyja á Kjarvalsstöðum og verður hann „fullnýttur til listsköpunar“, eins og segir í tilkynningu frá safninu. Dagurinn í dag, fimmtudagurinn 29. febrúar, er einnig svokallaður Fimmtudagurinn langi, svo að opið verður á Kjarvalsstöðum til kl. 22 í kvöld.

Hekla Dögg mun sýna kvikmyndaverk sín „Framköllun“ (2015) og „Revolvement“ (2018) í fundarherbergi Kjarvalsstaða þar sem gestir eru sagðir geta komið sér vel fyrir og horft á verkin í heild sinni. Styttri vídeóverk verða sýnd í hléum. Þá verður gjörningur Heklu Daggar „Guiding Light“ frá árinu 2004 endurfluttur kl. 17 og yfir daginn mun listamaðurinn með hjálp gesta gera tilraunir til þess að virkja verkið „Svið“ (2023). Nánari upplýsingar má finna á vef safnsins, listasafnreykjavikur.is.