Kvennakór Hinar skagfirsku Sóldísir mæta í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardaginn kl. 15 og verða miðar seldir við innganginn.
Kvennakór Hinar skagfirsku Sóldísir mæta í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardaginn kl. 15 og verða miðar seldir við innganginn. — Ljósmynd/Bríet Guðmundsdóttir
Kvennakórinn Sóldís úr Skagafirði leggur land undir fót suður yfir heiðar um helgina. Mun kórinn halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 2. mars. Að þessu sinni er tónlist Magnúsar Eiríkssonar á söngdagskrá kórsins

Kvennakórinn Sóldís úr Skagafirði leggur land undir fót suður yfir heiðar um helgina. Mun kórinn halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 2. mars. Að þessu sinni er tónlist Magnúsar Eiríkssonar á söngdagskrá kórsins.

Einsöngvarar eru Elín Jónsdóttir og Álftagerðissysturnar Kristvina og Gunnhildur Gísladætur Péturssonar, en þær eru allar í kórnum. Stjórnandi Sóldísar er Helga Rós Indriðadóttir, sem einnig mun syngja einsöng, og er Rögnvaldur Valbergsson undirleikari og hljómsveitarstjóri. Hefur hann þrjá aðra tónlistarmenn í undirleiknum, þá Stein Leó Sveinsson á bassa, Sigurð Björnsson á trommur og Guðmund Ragnarsson á gítar.

Kórinn var með tónleika fyrir fullu húsi í Miðgarði í sinni heimabyggð, á sjálfan konudaginn. Að tónleikum loknum var kaffihlaðborð, en hefð hefur skapast fyrir þessum tónleikum á konudegi. Kvennakórinn Sóldís var stofnaður árið 2010.