Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Týr í Viðskiptablaðinu staldrar við hina furðulegu uppákomu í kjarasamningum þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró fjölmennasta stéttarfélag landsins út úr breiðfylkingunni, að því er virðist vegna 0,2% ágreinings um forsendur samninga!

Týr í Viðskiptablaðinu staldrar við hina furðulegu uppákomu í kjarasamningum þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró fjölmennasta stéttarfélag landsins út úr breiðfylkingunni, að því er virðist vegna 0,2% ágreinings um forsendur samninga!

Bent er á að Ragnar Þór hafi „ekki treyst sér til að útskýra fyrir sínum félagsmönnum og öðrum hvað það nákvæmlega var sem leiddi til viðræðuslitanna þar sem það sé of flókið“.

Og Týr heldur áfram: „Frekjuköst Ragnars Þórs eru svo sannarlega ekki ný af nálinni en Týr veltir aftur á móti fyrir sér hvers vegna Ragnar Þór telur hag sínum og sinna félagsmanna betur borgið utan breiðfylkingarinnar. Kjarasamningar breiðfylkingar og SA munu óhjákvæmilega draga línu í sandinn,“ segir Týr, sem telur óhugsandi að gerður verði betri sérsamningur við VR og veltir fyrir sér hvort Ragnar Þór hafi ekkert lært af reynslunni frá í fyrra, sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ljóslega gert.

Umfram allt sé lítil stemning fyrir verkfallsátökum í samfélaginu, eins og Ragnar Þór hljóti að vita. Týr „getur ekki ímyndað sér annað en að millistjórnendur í VR iði í skinninu að fá að fylgja foringja sínum í verkfall. Ef í harðbakka slær og verkföllin dragast á langinn verður fróðlegt að sjá hvort SA boði svo verkbann á milljónafólkið“.