Félag íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) opnar árlegan bókamarkað sinn á Laugardalsvelli í dag kl. 10. Markaðurinn er að vanda haldinn í stúkubyggingunni við fótboltavöllinn. Bókamarkaðurinn á sér áratuga sögu, en hann var fyrst haldinn í Listamannaskálanum við Austurvöll árið 1952

Félag íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) opnar árlegan bókamarkað sinn á Laugardalsvelli í dag kl. 10. Markaðurinn er að vanda haldinn í stúkubyggingunni við fótboltavöllinn. Bókamarkaðurinn á sér áratuga sögu, en hann var fyrst haldinn í Listamannaskálanum við Austurvöll árið 1952. Á síðasta ári seldust 97.827 bækur á markaðinum á Laugardalsvelli og tæplega 15.000 bækur til viðbótar á markaðinum sem haldinn var á Akureyri síðast liðið haust. Að þessu sinni eru um 6.400 titlar á skrá og skiptast þeir nokkuð jafn á milli ólíkra bókaflokka, en um mikið úrval nýlegra og eldri bóka af öllu tagi er að ræða. Bókamarkaðurinn stendur til sunnudagsins 17. mars og er opinn alla daga milli klukkan 10 og 21.