Brúargerð Framkvæmdir við austari landstöpul brúar yfir Hornafjarðarfljót sem verður gerð í tveimur áföngum svo hægt sé að veita ánni fram hjá.
Brúargerð Framkvæmdir við austari landstöpul brúar yfir Hornafjarðarfljót sem verður gerð í tveimur áföngum svo hægt sé að veita ánni fram hjá. — Ljósmynd/Vegagerðin
Vinna við stórframkvæmdirnar í vega- og brúargerð á hringveginum við Hornafjörð eru í fullum gangi að því er fram kemur á yfirliti í Framkvæmdafréttum og á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að lagningu 19 km þjóðvegar, níu km af hliðarvegum, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa og tveggja áningarstaða

Vinna við stórframkvæmdirnar í vega- og brúargerð á hringveginum við Hornafjörð eru í fullum gangi að því er fram kemur á yfirliti í Framkvæmdafréttum og á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að lagningu 19 km þjóðvegar, níu km af hliðarvegum, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa og tveggja áningarstaða. Á verkinu að ljúka í október á næsta ári.

„Verkið er nokkurn veginn á áætlun. Einstakir verkhlutar eru á eftir áætlun og aðrir á undan. Yfir vetrartímann eru um 30 manns að störfum og um 20 stórvirkar vinnuvélar nýttar til verksins,“ segir í umfjöllun Vegagerðarinnar. Nýi hluti hringvegarins verður 18,58 km langur og átta metra breiður með tveimur akreinum. Vinna við uppslátt 52 m brúar yfir Djúpá hófst nýverið og einnig er hafin vinna við uppslátt 250 m langrar brúar yfir Hornafjarðarfljót. omfr@mbl.is