Hólar í Hjaltadal.
Hólar í Hjaltadal.
Staðarhald Hólastaðar er í lausu lofti og afar mikilvægt að eigandi Hóla, íslenska ríkið, bregðist við stöðunni og tryggi veg og virðingu Hólastaðar til framtíðar, segir á vef Háskólans á Hólum en tilefnið er ný skýrsla um endurreisn Hóla

Staðarhald Hólastaðar er í lausu lofti og afar mikilvægt að eigandi Hóla, íslenska ríkið, bregðist við stöðunni og tryggi veg og virðingu Hólastaðar til framtíðar, segir á vef Háskólans á Hólum en tilefnið er ný skýrsla um endurreisn Hóla.

Fjöldi tillagna er í skýrslunni, m.a. að staðarhaldið verði einfaldað og aðskilið frá háskólastarfseminni. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir það hvergi koma fram í lögum að skólanum beri skylda til að sinna staðarhaldinu. Þetta hafi Ríkisendurskoðun bent á í tvígang í skýrslu sinni til Alþingis en við því hafi ekki verið brugðist. Hólmfríður talar fyrir fimm stoðum til að byggja undir Hóla, til að skýra betur ábyrgð og hlutverk. » 16