Þýða, með ypsiloni, merkir blíða eða vinsemd. Jafnvel stafsetningin er hlýleg og því ekki að undra þótt maður sjái „þýðu í samskiptum“. En þarna er átt við að allt hafi verið í frosti, eins og sagt er, en nú sé farið að þiðna, komin þíða með í-i. Það þýðir hláka – eða batnandi samskipti milli ríkja.