Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði slitið samstarfi sínu við Fjarðalistann vegna trúnaðarbrests sem hefði komið í ljós á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn var. Þá var lögð fram tillaga um breytingar á stjórnkerfi …

Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði slitið samstarfi sínu við Fjarðalistann vegna trúnaðarbrests sem hefði komið í ljós á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn var. Þá var lögð fram tillaga um breytingar á stjórnkerfi fræðslumála í Fjarðabyggð, sem byggðu á tillögum starfshóps sem bæjarstjórn skipaði í október 2023.

Segir m.a. í tilkynningunni að áhersla hafi verið lögð á að vinna málið í þverpólitískri sátt, og því hafi það verið mikil vonbrigði þegar fulltrúi Fjarðalistans ákvað að styðja ekki málið á bæjarstjórnarfundinum, og um leið að lýsa vantrausti á alla vinnu starfshópsins. Framsóknarmenn ætla að ræða við Sjálfstæðisflokk í dag um myndun nýs meirihluta.