Snorri Sigfús Birgisson heldur í dag píanótónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni eru verk eftir Ólaf Óskar Axelsson, Atla Ingólfsson og Hauk Tómas­son. Að auki leikur Snorri verk eftir sjálfan sig og síðast á efnisskránni er…

Snorri Sigfús Birgisson heldur í dag píanótónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni eru verk eftir Ólaf Óskar Axelsson, Atla Ingólfsson og Hauk Tómas­son. Að auki leikur Snorri verk eftir sjálfan sig og síðast á efnisskránni er frumflutningur á tónverkinu Í stundarheimi sem samið var til minningar um Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara sem lést árið 2022. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag og er aðgangur ókeypis.