Unnur Pálsdóttir, forstöðukona, fæddist 3. mars 1911 á Borg í Njarðvík eystri, dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar, búfræðings og bónda á Borg, f. 1879, og Margrétar Grímsdóttur, húsfreyju, f. 1882. Í æsku bjó hún með foreldrum sínum í Baldurshaga í Borgarfjarðarhreppi, en síðar í Neskaupstað

Unnur Pálsdóttir, forstöðukona, fæddist 3. mars 1911 á Borg í Njarðvík eystri, dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar, búfræðings og bónda á Borg, f. 1879, og Margrétar Grímsdóttur, húsfreyju, f. 1882. Í æsku bjó hún með foreldrum sínum í Baldurshaga í Borgarfjarðarhreppi, en síðar í Neskaupstað. Árið 1929 flutti hún til Vestmannaeyja og vann í fiski.

Unnur átti þrjú börn með sambýlismanni sínum, Matthíasi Guðlaugi Jónssyni klæðskera, Guðgeir, sjómaður og listamaður (1940-19 ); Þorgerður (1942-1942); og Þorsteinn Pálmar, f. 1943, vann í Vinnslustöðinni og síðar saltfiskverkandi á Höfn. Unnur og Matthías slitu samvistir.

Unnur er þekktust fyrir störf sín í þágu aldraðra, en hún hóf störf á Skálholti 17. maí 1966 og varð forstöðukona heimilisins ári síðar og gegndi því starfi fram að gosi. Um haustið 1974 tók hún við starfi forstöðukonu nýs hjúkrunarheimilis, Hraunbúða, og gegndi því starfi næstu fimm árin. Hún þótti röggsöm en vakin og sofin yfir vistmönnum og allar nætur var hún ein á næturvakt. Síðustu árin bjó hún á Hraunbúðum.

Unnur lést 12. maí 2000.