„Þetta er helvítis vinna en ótrúlegt hvað maður nær til margra ef þetta lukkast vel og fer á flug, þá eru tugir þúsunda sem horfa,“ sagði Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar, í samtali við Ísland vaknar

„Þetta er helvítis vinna en ótrúlegt hvað maður nær til margra ef þetta lukkast vel og fer á flug, þá eru tugir þúsunda sem horfa,“ sagði Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar, í samtali við Ísland vaknar. Undanfarið hefur hann verið að spreyta sig á stuttum fræðslumyndböndum á TikTok og Youtube. Hann segir Youtube vera fyrir kennara en TikTok fyrir nemendurna. „Ég ákvað fyrir rælni að búa til TikTok. Þetta eru fræðslumyndbönd. Síðasta myndbandið var til dæmis um það hvernig tunglið varð til.“ Á síðasta ári gaf hann út bókina Hamfarir sem hann segist vera að kynna betur.„Einhvern veginn verður maður að framfleyta sér,“ hlær hann. Hann segir að árið 2024 verði margt að gerast í geim- og tækniheiminum en einnig þeim persónulega. Sævar fagnar fertugsafmæli seinna á árinu og ætlar að leggja meiri áherslu á heilsu og hreyfingu. Lestu meira á K100.is.