Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, hefði verið útsendari leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, frá árinu 2014
Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, hefði verið útsendari leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, frá árinu 2014.
Wirecard varð gjaldþrota árið 2020 eftir að upp komst um vafasama fjármálagjörninga á vegum fyrirtækisins, en stjórnendur þess höfðu logið til um tilvist fjármuna upp á 1,9 milljarða evra á filippseyskum bankareikningum. Litið er á Wirecard-málið sem eitt stærsta fjármálahneyksli í sögu Þýskalands, en talið er að Marsalek dveljist nú í Rússlandi.