Marenza Hún er þekkt fyrir afar vandaðan, frumlegan og litríkan fatastíl.
Marenza Hún er þekkt fyrir afar vandaðan, frumlegan og litríkan fatastíl. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Okkur langar svo að leggja eitthvað af mörkum og gefa í minningu systra okkar. Ljósið hefur staðið svo vel við bakið á mörgum og öll eigum við einhvern sem krabbamein hefur lagt að velli,“ segir Marentza Poulsen, ein þeirra kvenna sem…

„Okkur langar svo að leggja eitthvað af mörkum og gefa í minningu systra okkar. Ljósið hefur staðið svo vel við bakið á mörgum og öll eigum við einhvern sem krabbamein hefur lagt að velli,“ segir Marentza Poulsen, ein þeirra kvenna sem ætla nú um helgina að selja föt úr eigin fataskápum í Kolaportinu til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, og aðstandendur þess.

„Við erum allar í klúbbi hér á Íslandi sem er hluti af alþjóðlegum samtökum, BPW, eða The International Federation of Business and Professional Women. Við erum konur sem styðjum og eflum hver aðra og vinnum að jafnrétti. Við misstum nýlega eina af okkar systrum úr krabbameini og höfum misst fleiri. Ljósið hefur stutt við svo margar systur okkar svo við ákváðum að fara með föt af okkur sjálfum, skó og fylgihluti til að selja og allur ágóði mun renna til Ljóssins, til að sýna okkar þakklæti fyrir alla hjálp og stuðning. Við erum þrjátíu konur á aldrinum frá þrítugu og upp úr og fötin okkar eru smart og skrautleg, það verður úr nægu að moða. Við verðum í Kolaportinu báða dagana, laugardag og sunnudag.“