Náttúra Íslensk fæðing eftir Alligand.
Náttúra Íslensk fæðing eftir Alligand.
Franski listamaðurinn Bernard Alligand opnar sýningu á nýjum verkum í Gallerí Fold í dag kl. 14:00. „Alligand er listamaður efnis, ljóss og hreyfingar. Í verkum sínum túlkar hann hughrif og tilfinningar sem vakna vegna landslags og notar til þess…

Franski listamaðurinn Bernard Alligand opnar sýningu á nýjum verkum í Gallerí Fold í dag kl. 14:00.

„Alligand er listamaður efnis, ljóss og hreyfingar. Í verkum sínum túlkar hann hughrif og tilfinningar sem vakna vegna landslags og notar til þess jarðefni úr náttúrunni sjálfri,“ segir í tilkynningu frá Gallerí Fold, sem setur sýninguna upp í samstarfi við Gallerí L’Estampe í Strassborg. Þar segir að Alligand hafi dvalið á Íslandi reglulega síðan 2018 og náttúra landsins hafi haft sterk áhrif á hann.

Á síðustu áratugum hefur hann haldið fjölda sýninga víða um heim. Sýningin stendur til 27. mars 2024.