Dóri DNA var einn eigenda Mikka refs.
Dóri DNA var einn eigenda Mikka refs. — Morgunblaðið/Eggert
Í síðustu viku var veitinga- og heildsölufélagið Mikki refur ehf. tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði uppkveðnum af Héraðsdómi Reykjavíkur, en félagið rak kaffi- og vínbar undir sama nafni gegnt Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu 18 og hafði einnig aðstöðu í mathöllinni í Grósku

Í síðustu viku var veitinga- og heildsölufélagið Mikki refur ehf. tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði uppkveðnum af Héraðsdómi Reykjavíkur, en félagið rak kaffi- og vínbar undir sama nafni gegnt Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu 18 og hafði einnig aðstöðu í mathöllinni í Grósku.

Meðal eiganda félagsins, sem hóf starfsemi haustið 2020, var Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, en hann sagði í samtali við mbl.is sumarið það ár að Mikki refur væri nafn sem gæti bakað vöfflur á laugardögum á undan barnasýningum í Þjóðleikhúsinu og um leið fengið eldri gesti inn í smá púka á kvöldin eftir sýningar. Í ágúst 2022 greindi mbl.is frá því að tekjur félagsins árinu áður hefðu verið 57,2 milljónir króna en rekstrarkostnaðurinn tæpir 63 milljónir það ár, og tapaði félagið tæpum sex milljónum króna og eiginfé félagsins var neikvætt um 7,4 milljónir króna. Í fyrrasumar voru gerðar breytingar á rekstri og eigendahópi félagsins, þar sem þrír nýir eigendur komu inn og á sama tíma var ákveðið að hætta alfarið að selja kaffi og þess í stað einblínt á að selja vín og hamborgara, þar sem það borgaði sig ekki að selja kaffi.arir@mbl.is