leggja a-ð e-m að gera e-ð þýðir að hvetja e-n til að gera e-ð og að leggja fast að e-m merkir að skora fastlega á e-n, ýta á e-n

leggja a-ð e-m að gera e-ð þýðir að hvetja e-n til að gera e-ð og að leggja fast að e-m merkir að skora fastlega á e-n, ýta á e-n. Að sækja að e-m þýðir að ráðast á e-n (og að sækja hart að e-m þá að ráðast af hörku á e-n). En vilji maður fá e-n til a-ð gera e-ð er heppilegra að leggja að honum, fast ef þurfa þykir.