— Morgunblaðið/Hafþór
Norðursigling hóf hvalaskoðunarvertíðina á Húsavík um helgina þegar báturinn Bjössi Sör fór í fyrstu ferðirnar í ár á Skjálfandaflóa með kampakáta farþega um borð. Báturinn lét úr höfn á laugardaginn í björtu og fallegu veðri þó að reyndar hafi verið nokkuð kalt

Norðursigling hóf hvalaskoðunarvertíðina á Húsavík um helgina þegar báturinn Bjössi Sör fór í fyrstu ferðirnar í ár á Skjálfandaflóa með kampakáta farþega um borð. Báturinn lét úr höfn á laugardaginn í björtu og fallegu veðri þó að reyndar hafi verið nokkuð kalt. Hvalaskoðunarferðir njóta mikilla vinsælda en Norðursigling hefur boðið upp á hvalaskoðun og ævintýrasiglingar allt frá árinu 1995.