— AFP/Andy Torres /Parque Nacional Galapagos
Eldgos hófst í gær í eldfjallinu La Cumbre á eyjaklasanum Galapagos undan strönd Ekvador, um 1.000 km frá meginlandinu. Staðfesti umhverfisráðuneyti ríkisins að engin bráð hætta stafaði af eldgosinu þar sem eldfjallið væri á óbyggðu eyjunni Fernandina

Eldgos hófst í gær í eldfjallinu La Cumbre á eyjaklasanum Galapagos undan strönd Ekvador, um 1.000 km frá meginlandinu. Staðfesti umhverfisráðuneyti ríkisins að engin bráð hætta stafaði af eldgosinu þar sem eldfjallið væri á óbyggðu eyjunni Fernandina.

„Gaslosun og hitauppstreymi greindust í gegnum gervihnattakerfi,“ sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins þar sem einnig kom fram að fylgst yrði með eldgosinu og það hefði engin áhrif á ferðaþjónustu á Galapagos-eyjum.

Eldfjallið gaus síðast árið 2020 en að sögn yfirvalda er þetta gos líklega það stærsta af þeim sem skráð hafa verið hingað til.

Á Galapagos-eyjum er fjölbreytt dýralíf og mikil náttúrufegurð enda eru eyjarnar vinsæll ferðamannastaður.