Sigurmark FH-ingurinn ungi Einar Örn Sindrason skorar sigurmark FH úr vítakasti gegn Stjörnunni eftir að leiktíminn rann út í Kaplakrika.
Sigurmark FH-ingurinn ungi Einar Örn Sindrason skorar sigurmark FH úr vítakasti gegn Stjörnunni eftir að leiktíminn rann út í Kaplakrika. — Morgunblaðið/Arnþór
Víkingur komst á laugardag upp úr fallsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á Fram, 32:29, á heimavelli sínum í Safamýri. Með sigrinum fór Víkingur upp í tíu stig og er nú einu stigi á undan HK sem er dottið niður í fallsæti

Víkingur komst á laugardag upp úr fallsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með sigri á Fram, 32:29, á heimavelli sínum í Safamýri. Með sigrinum fór Víkingur upp í tíu stig og er nú einu stigi á undan HK sem er dottið niður í fallsæti. Fram er í sjötta sæti með 19 stig.

Er orðið nokkuð ljóst að tvö af liðunum þremur, Selfossi, HK og Víkingi, falla, en Víkingar standa nú best að vígi, tveimur stigum á undan botnliði Selfoss og einu á undan HK.

Gunnar Valdimar Johnsen skoraði tíu mörk fyrir Víking. Theodór Sigurðsson gerði sjö fyrir Fram.

Þá náði FH aftur þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með heimasigri á Stjörnunni, 32:31. Einar Örn Sindrason skoraði sigurmarkið úr víti eftir að leiktíminn rann út, eftir mikla spennu.

FH er nú með 33 stig og Valur í öðru sæti með 30. Aron Pálmarsson skoraði níu mörk fyrir FH. Tandri Már Konráðsson gerði tíu fyrir Stjörnuna.