Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Fylgi stjórnarflokkanna er mörgum áhyggjuefni á þeim bæjum. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup eru framsóknarmenn nærri 9% og þeir ekki hressir. En sigurinn í síðustu kosningum var undantekning og þeir í afar svipuðu fylgi og oftast allt frá 2016.

Fylgi stjórnarflokkanna er mörgum áhyggjuefni á þeim bæjum. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup eru framsóknarmenn nærri 9% og þeir ekki hressir. En sigurinn í síðustu kosningum var undantekning og þeir í afar svipuðu fylgi og oftast allt frá 2016.

Sjálfstæðismenn eru engu hressari með tæp 20% og hafa farið niður í 18%, sem er um helmingi minna en þeir áttu að venjast upp úr kössunum á fyrri áratugum. Og hafa verið jafnt og þétt á þessari niðurleið undanfarinn áratug, þó ekki verði séð að borgaraleg lífsgildi séu á undanhaldi.

Mestur er þó vandi Vinstri-grænna, flokks Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem er kominn niður í 4,7% og við það að þurrkast út af þingi. Stemningin getur ekki hafa verið góð á flokksráðsfundi þeirra um helgina og bugunin mögulega enn meiri en sást á yfirborðinu.

Í framhaldinu voru alls kyns spekingar leiddir fram í fjölmiðlum með skýringar á því hvers vegna Vinstri-grænum gengi svo illa, þeir ættu í tilvistarkreppu, hefðu færst til hægri (!), gyldu þess að hafa lent í vondum félagsskap og þar fram eftir götum.

En er óhugsandi að Vinstri-grænir séu að gjalda stefnu sinnar og þvergirðingsháttar í ótal málum? Síðan þeir tóku sæti í ríkisstjórn hafa kjósendur áttað sig á því að landið hefur ekki efni á því að orkumálin séu í gíslingu Landverndar, að allar umbætur í útlendingamálum séu tafðar eða ráðherrar fari fram í lögleysu.