— Morgunblaðið/Eggert
Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn með laginu Scared of heights. Hún hafði betur í úrslitaeinvíginu gegn Palestínumanninum Bashar Murad sem flutti lagið Wild West, en ýmsir veðbankar höfðu spáð honum sigri

Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn með laginu Scared of heights.

Hún hafði betur í úrslitaeinvíginu gegn Palestínumanninum Bashar Murad sem flutti lagið Wild West, en ýmsir veðbankar höfðu spáð honum sigri.

Lokakeppni Evrópsku söngvakeppninnar verður haldin í Malmö í maí en Ríkisútvarpið hefur ekki formlega tilkynnt hvort Ísland muni senda framlag í keppnina.

Áður en úrslitin réðust á laugardaginn hafði Hera Björk þó lýst yfir vilja sínum að fara út til Svíþjóðar fyrir Íslands hönd.