[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óskar Bjartmarsson tenór verður gestur Antoníu Hevesi píanóleikara á næstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg á morgun klukkan 12. Þá munu þau flytja aríur eftir tónskáldin Mozart og Rossini. Óskar hefur sungið í skólaóperum hjá Söngskóla Sigurðar …

Óskar Bjartmarsson tenór verður gestur Antoníu Hevesi píanóleikara á næstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg á morgun klukkan 12. Þá munu þau flytja aríur eftir tónskáldin Mozart og Rossini.

Óskar hefur sungið í skólaóperum hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og hlaut starfsþjálfun nýlega sem Rodolfo í La Bohéme og Don Ottavio í Don Giovanni á Ítalíu. Antonía er listrænn stjórnandi tónleikraðarinnar.